Launaútreikningur

Starfsmannahald.

mt bókhald heldur utanum starfsmannaskrá og launatengd gjöld, svo sem víðbótarlífeyrissamninga, stéttarfélagsgjöld , meðlög og gjöld utan staðgreiðslu.

Tíma og vaktaútreikningur

mt bókhald hjálpar til við útreikning vinnutíma ef þess er óskað, hvort sem er samkvæmt tímavinnukerfi eða vaktakerfi og skilar útreiknuðum tímablöðum með launaseðlum .

Launa og greiðslulisti til launagreiðanda.

mt bókhald reiknar út keyrsluna, stemmir hana af við tímablöð og önnur gögn og sendir launayfirlit til launagreiðada.  mt bókhald útbýr bankaskilagrein til greiðslu launa og orlofs og einnig greiðslulista yfir greiðslu launatengdra gjalda.   mt bókhald heldur utanum launatengd gjöld og sér um að skila öllum skilagreinum, bæði staðgreiðslu og til lífeyrissjóða og stéttarfélaga og annarra innheimtustofnana eftir þörfum.

 

Launataxtar, orlofs-og desemberuppbætur.

mt bókhald sér að sjálfsögðu um útreikning orlofs- og desemberuppbóta og uppfærslur launataxta og leiðréttingar vegna kjarasamninga ef til koma.  mt bókhald skilar yfirliti yfir slíkt til launagreiðanda. 

Greiðslur launa og launatengdra gjalda.

mt bókhald sér einnig um greiðslu launa og/eða launatengdra gjalda eftir óskum launagreiðanda.  Þá eru greiðsla vegna launa og/eða gjalda millifærð inná fjárvörslureikning mt bókhalds og við sjáum um framhaldið.

Launagreiningar og áætlanagerð.

mt bókhald skilar allskyns launagreiningum eftir óskum og getur aðstoðað við launaáætlanir ef þess er óskað.