Bókhaldsþjónusta

Skráning fylgiskjala í dk-viðskiptahugbúnað.

 mt bókhald vistar hugbúnaðinn eða hann er vistaður hjá dk og hægt að fá remote-tenginu inn á kerfið, t.d. ef aðili vill sjálfur sjá um reikningagerð eða  skráningu í  verkbókhald.  Gefur kost á verkaskiptingu milli mt Bókhalds og viðskiptavinar, allt eftir þörfum hverju sinni.

Rafræn skil á virðisaukaskatti og stofnun kröfu í banka, vsk-greiðandi fær kvittun fyrir skýrsluskilum ásamt hreyfingalistum inn- og útskatts.  mt bókhald sendir út tölvupóst þegar æskilegt er að fara að skila göngum vegna virðisaukaskatts og sendir svo kvittun fyrir skilum ásamt vsk-hreyfingum.  Nú er RSK oft farinn að óska eftir þessum hreyfingalistum frá fyrirtækjum, og því munu handreiknuð skil á reiknivél brátt heyra sögunni til.

Milliuppgjör ársreiknings 20 dögum eftir vsk-skil.

mt bókhald setur upp ársreikningsform í dk og sendir út, ekki seinna en 20 dögum eftir vsk-skil.  Til að slík yfirlit séu marktæk er áríðandi að skila öllum bókhaldsgögnum til skráningar, líka þeim sem ekki bera virðisaukaskatt.

Viðkiptamannabókhald, bæði lánadrottna og skuldunauta.

mt bókhald viðskiptafærir öll reikningsviðskipti, enda teljum við að færsla svokallaðs greiðslubókhalds, það er eingöngu þegar reikningur er greiddur, gefi alranga mynd af  stöðu mála.  Einnig meiri hættu á að innskattreikningur glatist, sem þýðir innskattstap og færslu á eigandareikning.  Sem dæmi:  Glatist innskattsreikningur upp á kr. 100.000 þá tapar reksturinn 20.000 í innskatt + 80.000 í rekstrargjöld sem þýðir ca 16.000 í aukinn skatt,  auk færslu á eigandareikning sem myndar skuld við fyrirtækið upp á kr. 100.000.   Að færa ekki viðskiptamannabókhald er algjörlega fatalt að okkar dómi.

Uppgjör, skattskil og ársreikningur.

mt bókhald tryggir viðskiptavinum sínum eðlileg skil á skattframtölum og ársreikningum með samningum við uppgjöraðila og endurskoðunarstofur. mt bókhald stemmir af virðisaukaskatt, veltureikninga og viðskiptamenn og skilar bókhaldinu afstemmdu til uppgjörs.   mt bókhald gerir mikla kröfu til sinna samstarfsaðila á því sviði,  og telur ákveðna verkaskiptingu trygga vönduð og góð skil, betur sjá augu en auga.