dk þjónusta

mt bókhald aðstoðar viðskiptivini sína við uppsetningar og ráðgjöf er varðar nýtingu dk viðskiptabúnaðar eins og kostur er og heimildir leyfa.  Eingöngu fyrir viðskiptavini mt bókhalds.

Uppsetning og ráðgjöf

mt bókhald ráðleggur með bókhaldslykil og hvernig best sé að skipuleggja vinnulag við bókhaldið, og þar með talið verkaskiptingu milli mtbókhalds og viðskiptavinar þannig að mest hagræðing náist og upplýsingar séu sem aðgengilegastar.

Uppsetning verk - og sölukerfis

mt bókhald hjálpar til við uppsetningu sölureikninga beint úr dk, og að tengja þá við fjárhagsbókhald þannig að þeir bókist sjálfvirkt í bókhaldið.  mt bókhald hjálpar einnig við uppsetningu á verkbókhaldi fyrirtækja og kennslu á því fyrir starfsmenn þeirra.

Uppsetning á prentlýsingum.

mt bókhald hjálpar til við að koma lógó-um á sölureikninga og útlitsmóta þá að öðru leyti eftir óskum viðskiptavinar og eins og kerfið býður uppá.

Kassakerfi.

mt bókhald aðstoðar við skipulagningu kassakerfa í samráði við viðskiptavini og dk viðskiptahugbúnað og þjónustar þá varðandi tengingar við birgðakerfi og bókhald eftir því sem þurfa þykir og í samráði við dk.

mt bókhald byggir á

mt bókhald byggir á áralangri samvinnu við dk viðkiptahugbúnað og miðlar þeirri reynslu og þekkingu til sinna viðskiptavina eins og kostur er.  Nánari upplýsingar um hina víðtæku notkunarmöguleika dk viðskiptahugbúnaðar, sem er íslenskur hugbúnaður og stenst kröfur á við hið besta á markaðnum í dag og er  ÍSLENSKT.  Nánari upplýsingar er að finna á heimaíðu dk  :  www.dk.is