AnnaDora-mynd.png
Siddi-mynd.jpg
valdismynd.jpg

 

 

 

Anna Dóra Kjerúlf Helgadóttir - annadora@manatolvur.is
Framkvæmdastjóri

Anna Dóra er eigandi Mánatölva ehf, mt bókhalds, keypti hún það í nóvember 2021 af Sigurði Ragnarssyni. Hún er fædd 1970 og kemur frá Vopnafirði. Hún er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árrósum í Danmörku og er með MBA (master of business administration)gráðu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur Anna Dóra diplomagráðu í iðnrekstrarfræði og sem löggiltur leigumiðlari.

Anna Dóra hefur starfað innan fjármálageirans á Austurlandi frá 2003. Má nefna, rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, aðstoðarútibússtjóri Kaupþings á Egilsstöðum, fjármálastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, aðstoðarmaður skiptastjóra við gjaldþrot fyrirtækja, fjármálastjóri Austurbrúar og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í eigin fyrirtæki, NOTIO ráðgjöf.

Sigurður Ragnarsson -  sigurdur@manatolvur.is
Sérfræðingur / bókari

Sigurður er fæddur 1962 og kemur frá Raufarhöfn. Sigurður hefur mikla reynslu af bókhaldsstörfum og af vinnumarkaðnum sem nýtist vel í öllu er varða bókhald og launavinnslu hjá fyrirtækjum. Sigurður er með stöðvarstjóraréttindi frá Póst– og Símaskólanum auk þess að hafa stundað nám í Rekstrar-og viðskiptafræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sigurður hefur starfað m.a. hjá Pósti og Síma á Akureyri og víðar í 11 ár, sem launafulltrúi og starfsmannastjóri Kaupfélags Héraðsbúa í 9 ár, hjá Lögmönnum Austurlandi við bókhald í 3 ár, auk þess að stýra Tölvuskólanum Spyrni á sama tíma og kenna fyrir Þekkingarnet Austurlands. 

Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir - valdis@manatolvur.is
Viðurkenndur bókari

Valdís Dögg hóf störf hjá mt bókhaldi í september 2016.   Valdís er fædd árið 1984 og kemur frá Seyðisfirði.

Valdís hefur unnið m.a. við skrifstofustörf hjá Sorpu bs., verið fræðslu-og starfsmannafulltrúi Sorpu bs. og móttökuritari Austurbrúar ses.  Valdís hefur lokið prófi til viðurkennds bókara.